VEGNA umfjöllunar í fjölmiðlum um málefni Garðasóknar hefur sóknarnefnd Garðasóknar sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Miklir samstarfserfiðleikar hafa verið milli sóknarprests annars vegar og sóknarnefndar og starfsfólks hins vegar um nokkurt...

VEGNA umfjöllunar í fjölmiðlum um málefni Garðasóknar hefur sóknarnefnd Garðasóknar sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

"Miklir samstarfserfiðleikar hafa verið milli sóknarprests annars vegar og sóknarnefndar og starfsfólks hins vegar um nokkurt skeið. Sóknarnefndin hefur lagt sig fram um að leysa þetta mál í góðri samvinnu við prófast og biskup. Tugir sáttafunda hafa verið haldnir. Því miður hafa sættir ekki náðst og málið er nú í höndum yfirstjórnar kirkjunnar.

Við hörmum hvernig málum er komið og vonum að málalyktir náist sem fyrst. Sóknarnefnd mun ekki fjalla frekar um þetta mál í fjölmiðlum á meðan það er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar og beðið er niðurstöðu hennar."