Búist er við meiru af BAR-liðinu eftir að Honda - sem sér því fyrir mótorum - keypti nær helming þess. Hér eru Takuma Sato (t.h.) og Jenson Button.
Búist er við meiru af BAR-liðinu eftir að Honda - sem sér því fyrir mótorum - keypti nær helming þess. Hér eru Takuma Sato (t.h.) og Jenson Button. — Reuters
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
WILLIAMS "verður" að ráða Jenson Button aftur til sín nái hann ekki tilskildum árangri með BAR-liðinu á komandi keppnistíð. BAR getur því aðeins notfært sér klásúlu í samningi við Button og haldið honum hjá sér 2006 ef hann hefur hinn 31.
WILLIAMS "verður" að ráða Jenson Button aftur til sín nái hann ekki tilskildum árangri með BAR-liðinu á komandi keppnistíð. BAR getur því aðeins notfært sér klásúlu í samningi við Button og haldið honum hjá sér 2006 ef hann hefur hinn 31. júlí nk. unnið sem svarar a.m.k. 70% af stigum forystusauðarins í stigakeppni ökuþóra. Frank Williams, eigandi og aðalstjórnandi Williamsliðsins, segist "verða að ráða" Button til sín fjari forkaupsréttur BAR á honum út. Hann "verður að koma aftur" til liðsins, segir Williams. Williams freistaði þess að fá Button til sín fyrir árið í ár og gerði reyndar við hann samning en tapaði fyrir BAR í þrætu um réttarstöðu Buttons í þeim efnum.