Hjá Máli og menningu er komin út í kilju skáldsagan Náðarkraftur eftir Guðmund Andra Thorsson . Bókin kom áður út árið 2003 og hlaut lof gagnrýnenda. Náðarkraftur er fjölskyldusaga.

Hjá Máli og menningu er komin út í kilju skáldsagan Náðarkraftur eftir Guðmund Andra Thorsson . Bókin kom áður út árið 2003 og hlaut lof gagnrýnenda.

Náðarkraftur er fjölskyldusaga. Sonurinn á heimilinu þarf að segja foreldrum sínum frá því að lag eftir hann hafi komist í lokaumferð Eurovision-keppninnar - sem hann veit að mun hryggja þau - og dóttirin þarf að gera upp hug sinn um það hvort hún eigi að yfirgefa mannsefnið sitt, ungan og efnilegan Evrópusinna, fyrir sænskan blúsara sem hún veit ekki að er erfingi að miklum auði. Móðirin er prestur sem glímir við það að skyggnigáfan úr bernsku tekur sig upp, en faðirinn er fyrrverandi þingmaður sósíalista sem nú ræktar garðinn sinn, skrifar sakamálasögur - og málar. Álengdar standa tveir jaxlar, einhleypur útvarpsþulur sem orðinn er hluti af fjölskyldunni og afinn sem er ættgöfugur kommúnisti.

Þau eru síðustu sósíalistarnir, hugsjónir þeirra eru almennt aðhlátursefni og yfir þeim hvílir skuggi brostinna drauma. Samt safnast þau saman við píanóið á kvöldin...

Bókin er: 237 bls. Útgefandi: Mál og menning. Verð: 1.799 kr.