Óperudraugurinn og Íslandsvinurinn Gerard Butler hefur tök á ungu söngkonunni Emmy Rossum, sem leikur hina fögru Christine.
Óperudraugurinn og Íslandsvinurinn Gerard Butler hefur tök á ungu söngkonunni Emmy Rossum, sem leikur hina fögru Christine.
JOEL Shumacher er búinn að færa söngleik Andrew Lloyd Webber, The Phantom of the Opera , á hvíta tjaldið. Óperudrauginn sjálfan leikur Íslandsvinurinn Gerard Butler, sem leikur Bjólf í Bjólfskviðu Sturlu Gunnarssonar.

JOEL Shumacher er búinn að færa söngleik Andrew Lloyd Webber, The Phantom of the Opera , á hvíta tjaldið. Óperudrauginn sjálfan leikur Íslandsvinurinn Gerard Butler, sem leikur Bjólf í Bjólfskviðu Sturlu Gunnarssonar.

Christine (Emmy Rossum) er ásótt af rödd draugsins, sem er tónlistarmaður er heldur sig í skuggunum til að fela afmyndaða ásjónu sína. Hann syngur stöðugt til ungu stjörnunnar. Christine fellur fyrir ríka sveininum Raoul (Patrick Wilson) og fer draugurinn þá loks yfir um.

Rossum hefur vakið athygli fyrir leik sinn og söng en hún er aðeins 18 ára. Þessi þekktu lög Webber í söngleiknum þykja lifna við í flutningi Rossum, sem hefur m.a. sungið með Metropolitan-óperunni í New York.

Þess má geta að í myndinni má sjá Minnie Driver í gamansömu hlutverki afbrýðisamrar dívu.