Steve Fossett (t.v.) teygar kampavín eftir hnattflugið. Með honum er breski kaupsýslumaðurinn Richard Branson.
Steve Fossett (t.v.) teygar kampavín eftir hnattflugið. Með honum er breski kaupsýslumaðurinn Richard Branson. — Reuters
BANDARÍSKI ævintýramaðurinn og auðkýfingurinn Steve Fossett varð í gærkvöldi fyrstur manna til að ferðast einn síns liðs í flugvél umhverfis jörðina án millilendingar og án þess að taka eldsneyti á leiðinni. Hann setti einnig hraðamet í hnattflugi.

BANDARÍSKI ævintýramaðurinn og auðkýfingurinn Steve Fossett varð í gærkvöldi fyrstur manna til að ferðast einn síns liðs í flugvél umhverfis jörðina án millilendingar og án þess að taka eldsneyti á leiðinni. Hann setti einnig hraðamet í hnattflugi.

Flugvél Fossetts, GlobalFlyer, lenti laust fyrir klukkan átta að íslenskum tíma í gærkvöldi á flugvellinum í Salina í Kansas þar sem hann hóf hnattflugið á mánudagskvöld.

Flugið tók 67 klukkustundir og Fossett ferðaðist 37.000 km. Hann gat aðeins blundað nokkrum sinnum í þrjár til fjórar mínútur á leiðinni.

Um tíma var óttast að Fossett þyrfti að lenda vélinni á Hawaii vegna þess að eldsneytiseyðsla hennar virtist vera mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Fossett ákvað að halda áfram þegar ljóst var að vindar yrðu honum hagstæðir. Fossett, sem er sextugur, hefur sett mörg heimsmet í siglingum og flugi.

Salina. AFP.

Salina. AFP.

Höf.: Salina. AFP