— Morgunblaðið/Jim Smart
BÓKAMARKAÐUR hófst í Perlunni í Öskjuhlíð í gær, á vegum Félags íslenskra bókaútgefenda. Þúsundir titla frá tugum útgefenda eru í boði og er úrval nýlegra bóka í boði mikið í ár.

BÓKAMARKAÐUR hófst í Perlunni í Öskjuhlíð í gær, á vegum Félags íslenskra bókaútgefenda. Þúsundir titla frá tugum útgefenda eru í boði og er úrval nýlegra bóka í boði mikið í ár.

50 ár eru frá því að Félag íslenskra bókaútgefenda hélt fyrsta bókamarkað sinn í Listamannaskálanum og hefur hann verið haldinn nánast árlega síðan. Í upphafi sáu bóksalarnir Jónas Eggertsson og Lárus Blöndal um markaðinn og létu þeir hanna og teikna Bókakarl, sem stikar stórum skrefum yfir borgina, sem auðkenni markaðarins. Þessi sami Bókakarl er enn í dag auðkenni bókamarkaðarins.

Bókamarkaðurinn verður opinn daglega kl. 10-18 til 13. mars og er Særún Ósk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri bókamarkaðarins.

Á morgun, laugardag, verður Rás 2 með beina útsendingu frá Perlunni í þættinum Helgarútgáfan undir stjórn Lindu Blöndal.