Tiago Monteiro frá Portúgal hjá Jordan er einn fjögurra nýliða í ár. Hann reiðir sig á tölvuleiki.
Tiago Monteiro frá Portúgal hjá Jordan er einn fjögurra nýliða í ár. Hann reiðir sig á tölvuleiki. — Reuters
HVERNIG undirbúa menn sig undir hið óþekkta? Nýliði í Formúlu-1 á borð við indverska ökuþórinn Narain Karthikeyan leitar á náðir tölvuleikja.

HVERNIG undirbúa menn sig undir hið óþekkta? Nýliði í Formúlu-1 á borð við indverska ökuþórinn Narain Karthikeyan leitar á náðir tölvuleikja.

Hann hefur reyndar keppt á öllum 19 brautum ársins nema fjórum einhvern tíma á keppnisferli í öðrum greinum sem spannar áratug. Kína, Barein, Istanbúl og Melbourne eru brautir sem hann þekkir ekki.

Og til þess að búa sig undir jómfrúarkeppni sína í Albertsgarði í Melbourne hefur hann legið yfir tölvuleiknum Grand Prix 4. "Leikurinn er mjög raunverulegur og nákvæmur hvað brautarmál varðar. Þar færðu góða hugmynd af brautinni, beygjunum og einhverju leyti hvaða hraða hægt er að keyra einstaka hluta hennar á," segir Karthikeyan við indverska fjölmiðilinn Mid Day.

"En eitt af því fyrsta sem ég geri við komuna til Melbourne er að labba brautina. Með því móti fær maður strax mynd af ástandi malbiksins, hvar misfellur eru og hvaða bletti þarf að forðast," segir ökuþórinn. Hann hefur einnig sankað að sér myndböndum af keppni fyrri ára í kjölfar ráðningar sinnar til Jordan til að vera við öllu búinn í Melbourne.