EIGNAUMBOÐIÐ og Spánareignir í samvinnu við spænska fyrirtækið Euromarina standa fyrir kynningu á fjárfestingamöguleikum á Spáni um helgina. Kynningin verður í húsnæði Eignaumboðsins í Hlíðasmára 14, Kópavogi á morgun, laugardag og sunnudaginn 6.

EIGNAUMBOÐIÐ og Spánareignir í samvinnu við spænska fyrirtækið Euromarina standa fyrir kynningu á fjárfestingamöguleikum á Spáni um helgina. Kynningin verður í húsnæði Eignaumboðsins í Hlíðasmára 14, Kópavogi á morgun, laugardag og sunnudaginn 6. mars kl. 13-17.

Euromarina hefur byggt á Spáni frá því 1972 og leggur áherslu á góða staðsetningu, og vel hannað húsnæði með loftkælingu og hita og einnig er lagt fyrir síma- og tölvutengingum. Hægt er að fjármagna kaupin með óverðtryggðum lánum fyrir allt að 80-90% af verðmæti eignarinnar til allt að 20-25 ára með 2,95% vöxtum, segir í fréttatilkynningu.

Framkvæmdastjóri Euromarina á Spáni, Geli Hernandes De Blas, verður á staðnum. Léttur leikur verður í gangi. Kynningin er öllum opin.