Útivist á Jöklinum - hvað finnst þér? er yfirskrift opins fundar sem Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull boðar til um umgengni og umferð á Snæfellsjökli. Fundurinn verður haldinn næstkomandi mánudag, 7. mars, klukkan 20 í félagsheimilinu á Klifi í Ólafsvík.

Útivist á Jöklinum - hvað finnst þér? er yfirskrift opins fundar sem Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull boðar til um umgengni og umferð á Snæfellsjökli. Fundurinn verður haldinn næstkomandi mánudag, 7. mars, klukkan 20 í félagsheimilinu á Klifi í Ólafsvík.

Skoðanir eru skiptar um umferð á Snæfellsjökli en fram til þessa hefur umferð um jökulinn ekki verið stýrt á nokkurn hátt. Í tilkynningu frá Þjóðgarðinum kemur fram að boðað er til fundarins til að fá fram ólík sjónarmið þeirra sem láta sig málið varða en nauðsynlegt sé að ná sátt um það. Á fundinum verður saga málsins rakin, fulltrúar mismunandi hópa kynna sjónarmið sín með stuttum erindum og almennar umræður verða um málið. Fundurinn er öllum opinn.