FRAMKVÆMDASTJÓRN ÍSÍ hefur skipað þá Aron Reynisson, Alexander Kárason og Njál Gunnlaugsson í vélhjóla- og vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ.

FRAMKVÆMDASTJÓRN ÍSÍ hefur skipað þá Aron Reynisson, Alexander Kárason og Njál Gunnlaugsson í vélhjóla- og vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ.

Vélhjóla- og vélsleðasportið hefur vaxið mjög ört á undanförnum árum enda íþróttagrein sem hefur átt vaxandi fylgi að fagna erlendis. ÍSÍ hefur verið í góðu samstarfi við samgönguráðuneytið um utanumhald þessara íþróttagreina en nauðsynlegt er að herða eftirlit og setja reglur um íþróttastarfsemi á þessum vettvangi. Í dag eru um 15 félög starfandi á landsvísu í þessum íþróttagreinum en þau hafa ekki öll fengið aðild að íþróttahreyfingunni. Því mun það verða forgangsverkefni á næstu mánuðum að aðstoða félögin við að sækja um inngöngu í viðkomandi héraðssambönd og íþróttabandalög á landsvísu. Einnig verður lögð mikil áhersla á við nefndina að efla og samræma starf félaganna og að marka íþróttalega stefnu í þessum málaflokki.