KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur staðfest að Chelsea eigi yfir höfði sér tvær ákærur eftir leik liðsins við Barcelona í Meistaradeildinni sem háður var á Nou Camp í Barcelona í síðustu viku.

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur staðfest að Chelsea eigi yfir höfði sér tvær ákærur eftir leik liðsins við Barcelona í Meistaradeildinni sem háður var á Nou Camp í Barcelona í síðustu viku. Fyrri ákæran snýr að því að liðsmenn Chelsea voru allt of seinir að skila sér út á völlinn í síðari hálfleik og sú síðari snýr að Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, og leikmönnum hans sem ekki mættu á blaðamannafund eftir leikinn sem þeim ber skylda til.

Ekki er að vænta niðurstöðu um hvaða viðurlögum Chelsea verður beitt en það ætti að skýrast í lok mánaðarins. Forráðamenn Chelsea ætla að senda inn skýrslu til UEFA um Frank Riikjard, þjálfara Barcelona, sem þeir segja að hafi farið inn í búningsklefa dómara í hálfleik og rætt við Svíann Andreas Frisk.

UEFA mun ætla að safna öllum gögnum í málinu á næstu dögum og meðal annars hefur dómarinn Andreas Frisk verið krafinn um skýrslu og eftirlitsmaður leiksins.