SEINNI hluti Íslandsmóts skákfélaga 2004-2005 fer fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð dagana 4. og 5. mars. Á föstudag verður byrjað kl. 20 og á laugardag kl. 10.

SEINNI hluti Íslandsmóts skákfélaga 2004-2005 fer fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð dagana 4. og 5. mars. Á föstudag verður byrjað kl. 20 og á laugardag kl. 10.

Teflt er í fjórum deildum og alls tefla 316 skákmenn og er þetta mót aðalhátíð íslenskra skákmanna á hverju ári og barist um sigurinn í öllum deildum.