Þórir Örn Gunnarsson, RK, Magnús Þorvaldsson, VÍS, Ragnar Þ. Jónsson, TM, Jón H. Gestsson, Sjóvá, og Sigurður Brynjúlfsson yfirlögregluþjónn.
Þórir Örn Gunnarsson, RK, Magnús Þorvaldsson, VÍS, Ragnar Þ. Jónsson, TM, Jón H. Gestsson, Sjóvá, og Sigurður Brynjúlfsson yfirlögregluþjónn. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Húsavík | Lögreglan á Húsavík og Húsavíkurdeild Rauða krossins fengu nýlega afhentan að gjöf öryggisbúnað til að nota í bílum sínum. Þar er um að ræða svonefndan líknarbelgjabana.

Húsavík | Lögreglan á Húsavík og Húsavíkurdeild Rauða krossins fengu nýlega afhentan að gjöf öryggisbúnað til að nota í bílum sínum. Þar er um að ræða svonefndan líknarbelgjabana. Hann á að vernda sjúkraflutningamenn og eða lögreglumenn sem huga þurfa að ökumönnum í bifreiðum sem hafa oltið eða lent í árekstrum og líknarbelgur þeirra ekki sprungið út.

Það voru umboð tryggingafélagana TM, VÍS og Sjóvár á Húsavík ásamt Kiwanis-klúbbnum Skjálfanda sem tóku sig saman og gáfu umræddan búnað.