Rafpoppsveitin Hot Chip vakti stormandi lukku er hún lék á Nasa á síðustu Airwaves-hátíð en stóð hún sig með ágætum.
Rafpoppsveitin Hot Chip vakti stormandi lukku er hún lék á Nasa á síðustu Airwaves-hátíð en stóð hún sig með ágætum. — Morgunblaðið/Árni Torfason
BRESKA elektrópopp hljómsveitin Hot Chip heldur tónleika á Nasa föstudagskvöldið 11. mars næstkomandi. Hljómsveitin vakti mikla athygli á síðastliðinni Airwaves-tónlistarhátíð og voru margir á því að hljómsveitin hefði verið ein sú besta á hátíðinni.

BRESKA elektrópopp hljómsveitin Hot Chip heldur tónleika á Nasa föstudagskvöldið 11. mars næstkomandi.

Hljómsveitin vakti mikla athygli á síðastliðinni Airwaves-tónlistarhátíð og voru margir á því að hljómsveitin hefði verið ein sú besta á hátíðinni. Platan þeirra hefur selst nokkrum sinni upp hérna á landi síðan þá en er nú á ný fáanleg í 12 Tónum og flestum öðrum plötubúðum.

KGB gefur út hjá Moshi Moshi

Ásamt Hot Chip koma fram Hermigervill og Unsound, en það er maður sem er kannski betur þekktur undir nafninu KGB, plötusnúður og fyrrum liðsmaður Botnleðju. Ný breiðskífa hans; This Is How We Should Be Living kemur út á næstum mánuðum á vegum Moshi Moshi Records, sem er einmitt sama plötufyrirtæki og gefur út Hot Chip. Miðasala á tónleikanna er hafin í 12 Tónum, Skólavörðustíg 15.