Ósáttir við raforkulög | Meirihluti lesenda Húnahornsins eða 67,2% er ósáttur við nýju raforkulögin sem tóku gildi í ársbyrjun. Þetta kemur fram á vefnum huni.is og er niðurstaða í spurningu vikunnar.
Ósáttir við raforkulög | Meirihluti lesenda Húnahornsins eða 67,2% er ósáttur við nýju raforkulögin sem tóku gildi í ársbyrjun. Þetta kemur fram á vefnum huni.is og er niðurstaða í spurningu vikunnar. Aðeins 10% þátttakenda eru sátt við nýju lögin en 22,9% eru ekki viss. Markmið nýrra raforkulaga er að hefja samkeppni í viðskiptum með raforku. Til að það sé mögulegt þarf að aðskilja flutning og dreifingu rafmagns annars vegar og framleiðslu og sölu hins vegar.