GERT er ráð fyrir að heildarvelta Og Vodafone muni nær tvöfaldast á þessu ári og verða á bilinu 13,8 milljarðar til 14,2 milljarðar. Þetta kom fram í skýrslu Eiríks S. Jóhannssonar, forstjóra, á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær.

GERT er ráð fyrir að heildarvelta Og Vodafone muni nær tvöfaldast á þessu ári og verða á bilinu 13,8 milljarðar til 14,2 milljarðar. Þetta kom fram í skýrslu Eiríks S. Jóhannssonar, forstjóra, á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Ennfremur er gert ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBIDTA) félagsins verði á bilinu 2,8 til 3 milljarðar króna og að hagnaður verði af rekstri þess á árinu. EBIDTA á síðasta ári nam 1,93 milljörðum króna.

Ástæða þessarar aukningar er sú að frá og með áramótum koma 365 ljósvaka- og prentmiðlar inn í reikninga félagsins.

Aðalstjórn félagsins verður óbreytt en í henni eiga sæti: Skarphéðinn Berg Steinarsson (stjórnarformaður), Árni Hauksson, Davíð Scheving Thorsteinsson, Pálmi Haraldsson og Vilhjálmur Þorsteinsson.