FISKMARKAÐUR Íslands hf. hagnaðist um 55 milljónir króna eftir skatta á árinu 2004. Árið áður var hagnaðurinn 42 milljónir. Veltan á síðasta ári var 445 milljónir.

FISKMARKAÐUR Íslands hf. hagnaðist um 55 milljónir króna eftir skatta á árinu 2004. Árið áður var hagnaðurinn 42 milljónir. Veltan á síðasta ári var 445 milljónir.

Í tilkynningu frá Fiskmarkaðinum segir að afkoma félagsins sé í takt við væntingar stjórnenda. Meðalverð haldi áfram að lækka á milli ára sem þýði sambærilega lækkun á uppboðstekjum af hverju kílói til félagsins. Hins vegar hafi selt magn aukist um 12,5% sem vegi tekjulækkun vegna verðlækkunar upp og vel það.

Segir í tilkynningunni að ástæðu lækkunar á fiskverði megi aðallega rekja til mikillar lækkunar á ýsu- og ufsaverði en auk þess hafi sterk staða krónunnar sitt að segja. "Ljóst er að ef gengið fer ekki að breytast munu erfiðleikar fara að gera vart við sig í auknum mæli hjá fiskframleiðendum og mun Fiskmarkaður Íslands ekki fara varhluta af þeirri þróun," segir í tilkynningunni.