"RÁÐSTEFNAN: Staða og framtíð alaskaaspar á Íslandi" verður haldin á morgun, laugardaginn 5. mars, í húsi Íslenskrar erfðagreiningar á Sturlugötu 8, Reykjavík. Ráðstefnan hefst kl. 13 og er hún öllum opin og er aðgangur ókeypis.

"RÁÐSTEFNAN: Staða og framtíð alaskaaspar á Íslandi" verður haldin á morgun, laugardaginn 5. mars, í húsi Íslenskrar erfðagreiningar á Sturlugötu 8, Reykjavík.

Ráðstefnan hefst kl. 13 og er hún öllum opin og er aðgangur ókeypis. Að ráðstefnunni standa Skógræktarfélag Íslands og Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, í samvinnu við Skógfræðingafélag Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Heiðursgestur ráðstefnunnar er Haukur Ragnarsson, fyrrv. forstöðumaður Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá. Ráðstefnustjórar eru Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður Landgræðslusjóðs og stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Íslands, og Ólafur Arnalds, deildarforseti umhverfisdeildar í Landbúnaðarháskóla Íslands.

Nánari upplýsingar má fá á vefnum www.skog.is.