[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Samkvæmt skosku tónlistarsíðunni Drowned in Sound mun íslenski Mugison koma fram á tónlistarhátíðinni Triptych sem fer fram í Glasgow, Edinborg og Aberdeen í Skotlandi dagana 27. apríl til 1. maí.

Samkvæmt skosku tónlistarsíðunni Drowned in Sound mun íslenski Mugison koma fram á tónlistarhátíðinni Triptych sem fer fram í Glasgow, Edinborg og Aberdeen í Skotlandi dagana 27. apríl til 1. maí. Mikill fjöldi framsækinna tónlistarmanna mun koma fram á hátíðinni sem haldin er verður í fimmta sinn þ.ám. vinur Mugisons Gruff Ryhs söngvari Super Furry Animals , Arab Strap, LCD Soundsystem , gamli bræðingsbrautryðjandinn Herbie Hancock, The Fall, Cat Powers og Root Manuva , svo fáeinir séu nefndir. Samfara tónlistarhátíðinni mun fara fram kvikmyndahátíð þar sem sýndar verða "cult"-myndir á borð við Warriors og nýjar heimildarmyndir um Howlin' Wolf og Marcus Garvay . Heimasíða hátíðarinnar er: http://www.triptych05.com/

Reggísveitin Hjálmar er á leið til Svíþjóðar til tónleikahalds, að því er fram kemur á netsíðu útvarpsþáttarins Popplands á Rás 2 ( www.ruv.is/poppland ). Þar mun sveitin leika í klúbbnum Sturehof, Obaren, í Stokkhólmi 10. mars og daginn eftir stendur til að hún komi fram í sjónvarpi, í morgunþætti Stöðvar 4, daginn eftir.

Í sömu frétt kemur einnig fram að Kristinn Snær Agnarsson trommari Hjálma sé hættur og í hans stað sé kominn sænski trommarinn Nisse Törnqvist . Í sveitinni eru því tveir Svíar því á bassa leikur hinn litríki Petter Winberg , en bróðir hans þykir liðtækur lagasmiður, og það á heimsvísu en hann hefur m.a. samið lög fyrir Jennifer Lopez, Kelis og Britney Spears ; m.a. lagði "Toxic" sem hafði betur á Grammy-verðlaunahátíðinni síðustu en Emilíana Torrini og lag hennar "Slow".

Lagið sem Selma Björnsdóttir mun syngja í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu 19. maí nk. nefnist "If I had your love". Lagið var samið af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni upptökustjóra, Todmobile-manni og Idol-dómara og "lærisveini" hans Vigni Snæ Vigfússyni aðallagahöfundi og gítarleikara Írafárs. Nýtt myndband við lagið verður frumflutt í þætti Gísla Marteins 19. mars en það verður gert af Guðjóni Jónssyni sem er auglýsingamaður og hefur gert allmörg myndbönd fyrir vinsælustu poppsveitir landsins.