Húsavík | Vökulir neytendur á Húsavík hafa tekið eftir að samkeppni í matvöruverslun teygir sig nú víða um landið, m.a. til Húsavíkur. Hjá verslununum Samkaup-Kaskó og Samkaup-Úrval hafa vörur verið að lækka í stórum stíl á síðustu dögum.

Húsavík | Vökulir neytendur á Húsavík hafa tekið eftir að samkeppni í matvöruverslun teygir sig nú víða um landið, m.a. til Húsavíkur. Hjá verslununum Samkaup-Kaskó og Samkaup-Úrval hafa vörur verið að lækka í stórum stíl á síðustu dögum.

Samkeppnin er svo snörp að nokkrar vörur eru nú niðurgreiddar af versluninni segir á vef Stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Þar eru neytendur hvattir til að gera sér ferð og krækja í það sem er á hagstæðasta verðinu.