Hjá Máli og menningu er komin út barnabókin Við fórum öll saman í safaríferð eftir Laurie Krebs og Juliu Cairns . Við fórum öll saman í safaríferð, það var sólbjartur morgunn og hreinn. Við sáum hvar hugsandi hlébarðinn stóð. Þá taldi Arusha - einn.

Hjá Máli og menningu er komin út barnabókin Við fórum öll saman í safaríferð eftir Laurie Krebs og Juliu Cairns .

Við fórum öll saman í safaríferð,

það var sólbjartur morgunn og hreinn. Við sáum hvar hugsandi hlébarðinn stóð. Þá taldi Arusha - einn.

Í þessari fallegu bók er lesendum boðið að slást í hóp með börnunum í Tansaníu og skoða dýrin sem þar búa. Dýrin eru talin - á íslensku og svahílí - og aðstæður þeirra kynntar í leikandi vísum og líflegum myndum. Í bókarlok eru fróðleiksmolar um Tansaníu og Masajana sem þar búa.

Útgefandi er Mál og menning. Þýðandi er Hjörleifur Hjartarson.

Verð: 1.990 kr.