Lúðvík Geirsson
Lúðvík Geirsson
LÚÐVÍK Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og einn þriggja fulltrúa sveitarfélaganna í tekjustofnanefnd, segist ekki koma til með að standa að tillögum um tekjustofna sveitarfélaganna sem verið er að leggja lokahönd á.

LÚÐVÍK Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og einn þriggja fulltrúa sveitarfélaganna í tekjustofnanefnd, segist ekki koma til með að standa að tillögum um tekjustofna sveitarfélaganna sem verið er að leggja lokahönd á.

Hann segir að tillögurnar séu ekki nægilega heilsteyptar og einkennist af skammtímalækningum.

"Ég mun ekki styðja þessar tillögur eins og þær eru að fæðast," sagði Lúðvík í samtali við blaðið. Hann sagðist koma til með að gera ítarlega grein fyrir afstöðu sinni við afgreiðslu málsins.

Búist er við að tillögurnar verði afgreiddar á næsta fundi nefndarinnar eftir helgina. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að tillögurnar feli í sér 4,2 milljarða tekjuauka fyrir sveitarfélögin á næstu þremur árum. Málið verður rætt á landsþingi sveitarfélaganna 18. mars nk.

Kosið verður um sameiningu sveitarfélaga víða um land 23. apríl nk. Lúðvík segir að hann líti svo á að forsenda fyrir víðtækri sameiningu sveitarfélaga sé að búið sé að gera upp þessi tekjuskiptingarmál þannig að um þau sé friður.

"Sveitarfélögin geta ekki kappkostað að fara í þá uppstokkun nema að það sé búið að tryggja með skýrum hætti rekstrargrundvöll sveitarfélaganna."/ 8