Á STJÓRNARFUNDI European Cities Against Drugs (ECAD), sem Reykjavíkurborg á aðild að, var í febrúar sl. ákveðið að efna til víðtæks samstarfsverkefnis Evrópuborga þar sem horft verður til þeirra aðferða og þess árangurs sem náðst hefur hér á landi.

Á STJÓRNARFUNDI European Cities Against Drugs (ECAD), sem Reykjavíkurborg á aðild að, var í febrúar sl. ákveðið að efna til víðtæks samstarfsverkefnis Evrópuborga þar sem horft verður til þeirra aðferða og þess árangurs sem náðst hefur hér á landi.

Spurð um aðdraganda samþykktar ECAD segir Kristín A. Árnadóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra, horft töluvert til þess frá Evrópu hvernig staðið var að verki hér á árunum 1997-2003 í tengslum við verkefnið Ísland án eiturlyfja. "Þar var byggt var á öflugu rannsóknarstarfi og mældur árangur af þeirri vinnu, en rannsóknir voru vegvísir í öllu því starfi. Nú stendur til að nýta þessa reynslu, þekkingu og aðferðafræði í fleiri borgum og í samstarfi milli borga í Evrópu. Það verður lagður grunnurinn að mjög öflugu rannsóknarverkefni sem mun taka til margra þátta, rétt eins og íslenska verkefnið gerði á sínum tíma."

Að sögn Kristínar munu Íslendingar leiða rannsóknaþáttinn og verkefnisstjórnina. Verður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verndari verkefnisins, en að sögn Kristínar telja aðildarborgir ECAD að mikill fengur sé að þeim stuðningi.

Í byrjun apríl er væntanlegur hingað til lands nokkur fjöldi rannsóknaaðila, prófessora og fulltrúa rannsóknastofnana, til þess að útfæra verkefnið betur.