Stefnumótasveinninn Hitch, leikinn af Will Smith, ásamt nýjasta skjólstæðingnum, Albert, sem er leikinn af Kevin James, en margir þekkja hann úr King of Queens.
Stefnumótasveinninn Hitch, leikinn af Will Smith, ásamt nýjasta skjólstæðingnum, Albert, sem er leikinn af Kevin James, en margir þekkja hann úr King of Queens.
WILL Smith setur sig í rómantískar stellingar í rómantísku gamanmyndinni Hitch , sem hefur notið geysivinsælda vestanhafs.

WILL Smith setur sig í rómantískar stellingar í rómantísku gamanmyndinni Hitch , sem hefur notið geysivinsælda vestanhafs. Smith leikur Alex "Hitch" Hitchens, sem hefur hjálpað ótalmörgum mönnum við að komast í kynni við konu drauma sinna, að sjálfsögðu fyrir hæfilegt umsýslugjald. Hitch er frægur stefnumótasveinn í New York en enginn veit þó raunveruleg deili á honum.

Nýjasti skjólstæðingur hans er Albert (Kevin James, Doug úr The King of Queens ), sem er heillaður af stjörnunni Allegru Cole (fyrirsætan Amber Valletta). Hann hjálpar Albert hvað hann getur en hittir í leiðinni hina glæsilegu Söru Melas (Eva Mendes), sem er slúðurblaðamaður er fylgir Allegru eftir hvert fótmál.

Hitch hefur lengi verið piparsveinn en verður ástfanginn af Söru. Vandamálið er að stærsta skúbb blaðakonunnar gæti orðið að afhjúpa þekktasta hjónabandsmiðlara borgarinnar.