ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, kvaðst í gær ætla að koma áætluninni um brotthvarf Ísraela frá Gaza-svæðinu í framkvæmd eftir að miðstjórn Likud-flokksins samþykkti ályktun þar sem hvatt er til þess að áætlunin verði borin undir þjóðaratkvæði.

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, kvaðst í gær ætla að koma áætluninni um brotthvarf Ísraela frá Gaza-svæðinu í framkvæmd eftir að miðstjórn Likud-flokksins samþykkti ályktun þar sem hvatt er til þess að áætlunin verði borin undir þjóðaratkvæði.

Ályktunin er ekki bindandi og forsætisráðherrann kvaðst ekki ætla að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þótt flokksbræður hans í Likud krefðust þess. "Stjórnin og þingið hafa tekið erfiðar ákvarðanir. Staðið verður við þær," sagði hann. "Ég hef aldrei hrokkið undan hótunum og geri það ekki núna."

Silvan Shalom utanríkisráðherra og Benjamin Netanyahu fjármálaráðherra voru á meðal þeirra sem studdu ályktunina. 3.000 manns eiga sæti í miðstjórn Likud-flokksins og tæpur þriðjungur þeirra greiddi atkvæði.

Tel Aviv. AFP.

Tel Aviv. AFP.