EKKERT lát er á aukningu í sölu á nýjum fólksbílum.

EKKERT lát er á aukningu í sölu á nýjum fólksbílum. Í febrúar jókst salan um 47,2% miðað við sama mánuð í fyrra og það sem af er árinu er aukningin hvorki meiri né minni en 63,5%, en þar munaði mest um gríðarlega söluaukningu hjá Toyota í janúarmánuði meðan á sérstökum tilboðum stóð. Þá var markaðshlutdeild Toyota 35,8%, sem var 135,5% aukning frá janúar 2004. Nú ber svo við í febrúarmánuði að markaðshlutdeild Toyota hefur farið niður í 17,9%, sem skýrist að mestu af því að umboðið var orðið uppiskroppa með bíla.

Fyrstu tvo mánuði ársins heldur Toyota ennþá traustri forystu hvað markaðshlutdeild varðar, með 27,4%, en athyglisvert er að fylgjast með hvernig Ford vinnur á, er nú í öðru sæti með 9,5%, og "ódýru" bílarnir frá Hyundai og Skoda eru síðan í 4. og 5. sæti.