SEX manns biðu bana í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í Írak í gær. Önnur árásin átti sér stað fyrir utan innanríkisráðuneytið í höfuðborginni Bagdad og hin nálægt lögreglustöð í borginni Baquba, norður af Bagdad.

SEX manns biðu bana í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í Írak í gær. Önnur árásin átti sér stað fyrir utan innanríkisráðuneytið í höfuðborginni Bagdad og hin nálægt lögreglustöð í borginni Baquba, norður af Bagdad. Þá féllu þrír bandarískir hermenn í Írak í gær.

Alls hafa nú næstum 1.500 bandarískir hermenn fallið í Írak frá því að Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í landið í mars 2003. Mikið mannfall hefur verið í Írak í þessari viku en 118 manns dóu í sjálfsmorðsárás í borginni Hilla á mánudag. Var það mannskæðasta einstaka tilræðið í Írak frá því að stjórn Saddams Husseins var steypt í landinu.

Bagdad. AFP.

Bagdad. AFP.