Jenson Button langar til að vera þrepinu ofar en Michael Schumacher.
Jenson Button langar til að vera þrepinu ofar en Michael Schumacher.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
JENSON Button hjá BAR er á því að drottnun Ferrari í Formúlu-1 undanfarin ár ljúki á komandi keppnistíð. Takmark hans er að vinna Michael Schumacher svo hann geti "litið niður til hans" á verðlaunapallinum.

JENSON Button hjá BAR er á því að drottnun Ferrari í Formúlu-1 undanfarin ár ljúki á komandi keppnistíð. Takmark hans er að vinna Michael Schumacher svo hann geti "litið niður til hans" á verðlaunapallinum.

"Ferrari hefur verið of lengi á toppnum - svo getur ekki orðið lengur," sagði Button við bresku útvarpsstöðina BBC-5.

"Áður voru bæði Williams og McLaren á toppnum í þrjú til fjögur ár hvort lið - menn haldast þar ekki áratug.

Button kveðst orðinn leiður á því að elta Schumacher og verða annar á eftir honum á mark. Og hann á enn eftir að vinna mótssigur en varð fjórum sinnum í öðru sæti í fyrra. "Takmark mitt í ár er að vinna Michael með því að vinna mót og líta svo niður til hans á verðlaunapallinum. Árið í fyrra var BAR stórkostlegt, er við komumst 11 sinnum á pall. Í ár verðum við að geta slegist til sigurs við Ferrari," segir Button.

Button segir Schumacher hafa gríðarlegt sjálfstraust vegna heimsmeistaratitlanna sjö en aðrir ökuþórar myndu spjara sig jafnvel, hefðu þeir sama bíl og hann. "Ég held að Michael sé með besta bílinn. En ef ökuþórar á borð við Kimi Räikkönen eða Juan Pablo Montoya væru í sæti hans hjá liði á borð við Ferrari myndu þeir hafa staðið sig jafn vel," bætir Button við.