BOGUSLAWA B. Wisniewska, sem starfað hefur í frystihúsinu á Stöðvarfirði frá 1991, segir að þótt uppsögnin hafi ekki komið á óvart sé alltaf erfitt að missa starfið.
BOGUSLAWA B. Wisniewska, sem starfað hefur í frystihúsinu á Stöðvarfirði frá 1991, segir að þótt uppsögnin hafi ekki komið á óvart sé alltaf erfitt að missa starfið. Spurð hvort það verði auðvelt fyrir hana að finna aðra vinnu segir Boguslawa: "Nei, ég held ekki. Það er nóg að gera á Austurlandi en það er erfitt að missa vinnuna í sínum heimabæ og þurfa að keyra milli bæja í vinnuna, sérstaklega þegar maður er með tvö lítil börn í skólanum. En maður verður bara að reyna að bjarga sér, það þýðir ekki að sitja úti í horni og rífa í hár sitt." Soffía Magnúsdóttir hefur starfað í frystihúsinu frá árinu 1981. "Auðvitað er þetta óskaplega dapurlegt, en dapurlegast er þetta fyrir konurnar með minnstu börnin sem þurfa að sækja vinnu eitthvert annað. Ég sé ekki hvernig það gengur eins og er," segir Soffía.