Hjólreiðagarparnir með starfsmönnum Útilífs, Guðjóni Inga Guðmundssyni og Ívari Bragasyni.
Hjólreiðagarparnir með starfsmönnum Útilífs, Guðjóni Inga Guðmundssyni og Ívari Bragasyni. — Morgunblaðið/Júlíus
FJÓRIR íslenskir lögreglumenn munu etja kappi við norræn lögreglulið í fjögurra daga hjólreiðakeppni sem hefst á mánudaginn. Hjólaleiðin liggur frá Osló til Kaupmannahafnar og hafa æfingar staðið yfir síðan í vetur.

FJÓRIR íslenskir lögreglumenn munu etja kappi við norræn lögreglulið í fjögurra daga hjólreiðakeppni sem hefst á mánudaginn. Hjólaleiðin liggur frá Osló til Kaupmannahafnar og hafa æfingar staðið yfir síðan í vetur.

Fararstjóri íslenska liðsins er Arinbjörn Snorrason og segir hann keppendur vel undirbúna eftir æfingalotuna. "Keppnin leggst mjög vel í mig," segir hann. "Við erum að fara að hjóla með hjólaþjóðum eins og Dönum sem eru nánast hjólandi alla daga."

Verslunin Útilíf í Kringlunni gefur lögreglumönnunum hjól og hafa þau komið vel út á æfingum að sögn lögreglumannanna. Þau eru af gerðinni Jamis Ventura, bandarísk með "carbongaffli" og gírskiptingu í bremsuhandföngunum.

Keppnin hefst mánudaginn 6. júní. Keppendur eru Guðmundur Ásgeirsson, Guðmundur Andrés Jónsson, Benedikt Lund og Árni Gunnar Gunnarsson.