Afhendingin Magnús Sveinsson frá Björgunarfélaginu, Þuríður Júlíusdóttir, Elva Elíasdóttir og Hrönn Magnúsdóttir frá Slysavarnadeildinni Eykyndli, Drífa Kristjánsdóttir frá Líkn og eigendurnir; hjónin Inga Eymundsdóttir og Þórður Rafn Sigurðsson, og Eyþór sonur þeirra sem nú er skipstjóri á Dala Rafni VE.
Afhendingin Magnús Sveinsson frá Björgunarfélaginu, Þuríður Júlíusdóttir, Elva Elíasdóttir og Hrönn Magnúsdóttir frá Slysavarnadeildinni Eykyndli, Drífa Kristjánsdóttir frá Líkn og eigendurnir; hjónin Inga Eymundsdóttir og Þórður Rafn Sigurðsson, og Eyþór sonur þeirra sem nú er skipstjóri á Dala Rafni VE. — Morgunblaðið/Sigurgeir
ÞÓRÐUR Rafn Sigurðsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, fagnaði því þann 15. maí sl. að þá voru liðin 30 ár frá því að hann keypti sinn fyrsta bát sem hann nefndi Dala-Rafn og fékk hann einkennisstafina VE 508.
ÞÓRÐUR Rafn Sigurðsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, fagnaði því þann 15. maí sl. að þá voru liðin 30 ár frá því að hann keypti sinn fyrsta bát sem hann nefndi Dala-Rafn og fékk hann einkennisstafina VE 508. Hann hefur síðan gert út bát með þessu nafni og keypti hann þann fjórða í nóvember 2002. Rabbi, eins og hann er venjulega kallaður, hefur verið skipstjóri á öllum skipunum nema því nýjasta og hefur Eyþór sonur hans tekið við af honum í brúnni. Þegar kom að því að minnast 30 ára afmælisins ákvað fjölskyldan að sleppa öllu tilstandi en gefa í staðinn til líknarmála. Niðurstaðan varð sú að gefa Björgunarfélagi Vestmannaeyja, Slysavarnadeildinni Eykyndli og Kvenfélaginu Líkn hverju sínar 300 þúsund krónur í tilefni afmælisins. "Maður hefur þetta allt í þrennum núna á 30 ára afmælinu. Þessi þrjú félög hafa þjónað okkur vel og eru vel komin að þessum peningum," sagði Rabbi í rabbi við Verið.