— Morgunblaðið/Þorkell
Grænfáninn var afhendur Engidalsskóla í Hafnarfirði í gær. Fáninn staðfestir góðan árangur í umhverfismálum og getur Engidalsskóli flaggað fánanum næstu tvö árin. Í tilefni dagsins var Barnaþing haldið í Engidalsskóla.

Grænfáninn var afhendur Engidalsskóla í Hafnarfirði í gær. Fáninn staðfestir góðan árangur í umhverfismálum og getur Engidalsskóli flaggað fánanum næstu tvö árin.

Í tilefni dagsins var Barnaþing haldið í Engidalsskóla. Ávörp fluttu Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri; Helga Arnardóttir, fulltrúi nemenda, og Erla María Eggertsdóttir aðstoðarskólastjóri. Sjö nemendur úr 7. VV spurðu svo Guðlaug Þór Þórðarson, formann umhverfisnefndar Alþingis, spurninga um umhverfismál.

Á myndinn halda þeir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, fánanum á lofti, ásamt nemendum og starfsmönnum Engidalsskóla.