SKALLAGRÍMUR hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir úrvalsdeildina í körfuknattleik á næsta tímabili en Pétur Már Sigurðsson sem leikið hefur með KFÍ undanfarin tvö ár hefur ákveðið að ganga til liðs við félagið.
SKALLAGRÍMUR hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir úrvalsdeildina í körfuknattleik á næsta tímabili en Pétur Már Sigurðsson sem leikið hefur með KFÍ undanfarin tvö ár hefur ákveðið að ganga til liðs við félagið. Pétur, sem er 27 ára, getur spilað bæði sem bakvörður og framherji. Hann skoraði 18,5 stig að meðaltali í leik með Ísfirðingum í vetur en hann hóf feril sinn í meistaraflokki með Val, aðeins 16 ára. Pétur hefur einnig leikið með Þór Akureyri og Skallagrími. Á sínum ferli hefur hann skorað 7,5 stig að meðaltali í leik og alls 1.336 stig.