* SIGÞÓR Júlíusson skoraði í gærkvöld sitt fyrsta deildarmark í fimm ár þegar hann kom Val í 2:0 gegn Fram í úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigþór skoraði síðast mark 6. júní árið 2000 en það var sigurmark KR gegn Breiðabliki á Kópavogsvellinum , 2:1.
* SIGÞÓR Júlíusson skoraði í gærkvöld sitt fyrsta deildarmark í fimm ár þegar hann kom Val í 2:0 gegn Fram í úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigþór skoraði síðast mark 6. júní árið 2000 en það var sigurmark KR gegn Breiðabliki á Kópavogsvellinum , 2:1.

* MATTHÍAS Guðmundsson

úr Val var valinn maður leiksins í SMS-kosningu áhorfenda að Hlíðarenda í gærkvöld. Í leik Þróttar og Keflavíkur var það Ingvi Sveinsson úr Þrótti sem var valinn maður leiksins.

*

SIGRÚN Fjeldsted , spjótkastari úr FH , tryggði sér um síðustu helgi þátttökurétt á bandaríska háskólameistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í Sacramento um aðra helgi.

* JÓHANNES Harðarson lék allan leikinn á miðjunni hjá Start þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Vålerenga í lokaleik 9. umferðar í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Start trónir á toppi deildarinnar með 20 stig en Árni Gautur Arason og félagar hans í Vålerenga hafa 17 stig í öðru sæti.

* NÍU íslenskir keppendur og fjórir dómarar taka þátt í Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Debrecení í Ungverjalandi 2. - 5. júní. Stúlkurnar hefja keppni á morgun en strákarnir daginn eftir.

* ÍSLENSKU keppendurnir eru; Hera Jóhannesdóttir , Inga Rós Gunnarsdóttir , Margrét Hulda Karlsdóttir , Sif Pálsdóttir , Gunnar Sigurðsson , Jónas Valgeirsson , Róbert Kristmannsson , Rúnar Alexandersson og Viktor Kristmannsson .

* ÞJÁLFARAR í ferðinni eru Ásdís B. Pétursdóttir , Axel Bragason og Guðmundur Þór Brynjólfsson . Íslendingar eiga fjóra dómara sem verða í eldlínunni á mótinu, þeir eru Berglind Pétursdóttir , Hlín Bjarnadóttir , Björn M. Tómasson og Heimir J. Gunnarsson . Fararstjóri er Birna Björnsdóttir .

* GIANLUIGI Buffon , hinn frábæri markvörður Ítalíumeistara Juventus, hefur að sögn umboðsmanns síns, Silvano Martina, ekki áhuga á að ganga til liðs við Manchester United. Martina sagði einnig að eina félagið sem Buffon gæti hugsað sér að spila fyrir, annað en Juventus, væri Real Madrid. Orðrómur þess efnis að Manchester United væri að undirbúa risatilboð uppá 50 milljónir evra , í Buffon, fór af stað um leið og tilkynnt var að félagið hefði losað sig við markvörðinn Roy Carroll.

* HENNING Fritz , markvörður þýska landsliðsins í handknattleik og meistaraliðsins Kiel , var í gær útnefndur handknattleiksmaður nýliðinnar leiktíðar í Þýskalandi . Marcus Ahlm , línumaður Kiel og félagi Fritz , varð í öðru sæti í valinu og þriðja sætið hlaut Oleg Veleky , samherji Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Essen .