SJÓMANNADAGSBLAÐ Vestmannaeyja 2005 kemur út á morgun. Þetta er 55. árgangur og í blaðinu getur m.a. að líta greinar um grafskipið Vestmannaey sem er 70 ára á þessu ári, sem og jafnaldra grafskipsins, hafnarbátinn Létti.
SJÓMANNADAGSBLAÐ Vestmannaeyja 2005 kemur út á morgun. Þetta er 55. árgangur og í blaðinu getur m.a. að líta greinar um grafskipið Vestmannaey sem er 70 ára á þessu ári, sem og jafnaldra grafskipsins, hafnarbátinn Létti. Þernurnar á Herjólfi fá umfjöllun, fjallað er um örnefni og fiskimið sem og Caledonian-skipaskurðinn í Skotlandi. Auk þess er í blaðinu greinarkorn um veðurbækur Finns í Uppsölum, ásamt mörgu öðru forvitnilegu. Ritstjóri er Friðrik Ásmundsson á Löndum. Forsíðumyndin er eftir Gísla Jónasson og er af áttæringnum Ísak VE. Sjómannadagsblaðið kemur út fimmtudaginn 2. júní og verður til sölu á eftirfarandi stöðum: Umferðarmiðstöðinni, Grandakaffi, Jolla í Hafnarfirði og víða á Suðurnesjunum, Selfossi, Eyrarbakka og í Þorlákshöfn.