DANIR hyggjast verja um 400 milljónum danskra króna, ríflega 4,3 milljörðum íslenskra króna, í þróun sjávarútvegs á þessu ári. Þar af verður nærri 2 milljörðum eytt í mannvirki, s.s. til hafnargerðar, framleiðslutækja og fiskeldis.
DANIR hyggjast verja um 400 milljónum danskra króna, ríflega 4,3 milljörðum íslenskra króna, í þróun sjávarútvegs á þessu ári. Þar af verður nærri 2 milljörðum eytt í mannvirki, s.s. til hafnargerðar, framleiðslutækja og fiskeldis. Einnig verður varið fé til að nútímavæða fiskveiðiflotann, m.a. til að auka öryggi sjómannanna og til að auka gæði fiskaflans. Og í fyrsta skipti ætla Danir að verja fé, samtals um 200 milljónum króna, til útgerðar skólaskips.