Fjórði nemendahópurinn úr Menntasmiðju unga fólksins útskrifaðist á dögunum, en smiðjan er tilraunaverkefni á vegum Menntasmiðjunnar á Akureyri. Nemendurnir hafa stundað námið síðan 19. janúar sl. og útskrifuðust 10 manns í þetta sinn.

Fjórði nemendahópurinn úr Menntasmiðju unga fólksins útskrifaðist á dögunum, en smiðjan er tilraunaverkefni á vegum Menntasmiðjunnar á Akureyri. Nemendurnir hafa stundað námið síðan 19. janúar sl. og útskrifuðust 10 manns í þetta sinn. Hópurinn er á aldrinum 17-29 ára af báðum kynjum og eru Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar og Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra helstu samstarfsaðilar Menntasmiðjunnar í þessu verkefni.

Námið í Menntasmiðju unga fólksins er byggt á reynslunni úr Menntasmiðju kvenna og sömu hugmyndafræði. Námið er þríþætt þ.e. sjálfsstyrkjandi, hagnýtt og skapandi. Ungmennin hafa með þessu námi fengið tækifæri til að staldra við og skoða stöðu sína í margvíslegu samhengi. Fundið styrk sinn í nýjum hlutum, skilgreint veikleika sína og skoðað nýja möguleika í lífinu.

Þau hafa í hinum ýmsu námsþáttum unnið að fjölbreyttum verkefnum, huglægum og verklegum.

Í september 2005 hefst námskeið í Menntasmiðju kvenna en næsta Menntasmiðja fyrir ungt fólk hefst í janúar 2006.