FRIÐRIK Stefánsson úr Njarðvík leikur ekki með íslenska landsliðinu í körfuknattleik á Smáþjóðaleikunum í Andorra sem hófust í gær.
FRIÐRIK Stefánsson úr Njarðvík leikur ekki með íslenska landsliðinu í körfuknattleik á Smáþjóðaleikunum í Andorra sem hófust í gær. Friðrik, sem valinn var í hópinn og var leikjahæstur íslensku leikmannanna með 79 landsleiki, slasaðist á auga á æfingu liðsins um helgina. Hann fékk bolta af miklu afli í augað með þeim afleiðingum að það blæddi inn á augnbotna. Friðrik var að gæla við að geta haldið til Andorra í dag en eftir skoðun hjá lækni í gær er ljóst að hann verður ekki með. ,,Læknirinn sagði mér að halda heima fyrir enda hætta á endurblæðingu ef ég færi að spila. Það er sárt að geta ekki verið með. Mig sem langaði svo mikið í gullið eftir að hafa fengið tvo silfurpeninga á Smáþjóðaleikum," sagði Friðrik.