KNÚTUR Óskarsson, formaður Reykjavíkurmaraþonsins, segir að markmiðið sé að fá enn fleiri þátttakendur í ár en í fyrra þegar þeir voru um 2.800. Hlaupið fer fram laugardaginn 20. ágúst.

KNÚTUR Óskarsson, formaður Reykjavíkurmaraþonsins, segir að markmiðið sé að fá enn fleiri þátttakendur í ár en í fyrra þegar þeir voru um 2.800. Hlaupið fer fram laugardaginn 20. ágúst. Til þess að gera sem flestum fært að komast í gott form fyrir hlaupið hefur verið ákveðið að starfrækja undirbúningshópa. Öllum er frjálst að skrá sig og munu þátttakendur hittast tvisvar í viku fram að hlaupinu, 20. ágúst.

Hægt er að skrá sig á heimasíðu Íslandsbanka, ísb.is/marathon, og er ekkert skráningargjald. Íslandsbanki er aðalstyrktaraðili maraþonsins sem fjöldi útlendinga hefur jafnan tekið þátt í.