* BJÖRN Þorleifsson , taekwondómaður, var fánaberi Íslands við setningarathöfn Smáþjóðaleikanna í Andorra í fyrrakvöld.

* BJÖRN Þorleifsson , taekwondómaður, var fánaberi Íslands við setningarathöfn Smáþjóðaleikanna í Andorra í fyrrakvöld.

* BRYNJAR Pétursson og Einar Sigurðsson, leikmenn úr HK, töpuðu fyrsta landsleik Íslands í strandblaki, fyrir Kýpur á Smáþjóðaleikunum 9:21 og 15:21.

* ÍSLENSKA kvennalandsliðið í hefðbundnu blaki tapaði fyrir San Marínó , 3:1. Ísland vann fyrstu hrinuna 25:17, en þá tóku leikmenn San Marínó við sér og unnu þrjár þær næstu, 25:18, 25:21, 25:18.

* ARNAR Sigurðsson vann Daniel Ceros frá Möltu í einliðaleik í tennis á Smáþjóðaleikunum, 6:2, 6:0. Arnar er þar með kominn í 8-manna úrslit. Ekki gekk eins vel hjá Rebekku Pétursdóttur og Raj Bonifacius . Þau töpuðu sínum leikjum eru þar með úr leik í einliðaleik.

* SIGURLAUG Sigurðardóttir tapaði á móti Jóhönnu Hemmerle frá Lichtenstein í einliðaleik kvenna í tennis, hún sigraði fyrstu lotu en tapaði næstu tveim og er því úr leik.

* FJÓRIR íslenskir hjólreiðamenn tóku þátt í götuhjólreiðakeppni Smáþjóðaleikanna í gær. Árni Jónsson náði skástum árangri er hann hafnaði í 16. sæti af 21. Hafsteinn Ægir Geirsson, sem betur er þekktur úr siglingum, endaði í 18. sæti, og náði að ljúka keppni þó svo að hjólið hans hafi ekki virkað sem skyldi. Gísli Elísson varð í 19. sæti og Kári Brynjólfsson kom næst síðastur í mark.

* HLAUPAKONAN Eygerður Inga Hafþórsdóttir náði sjötta besta tímanum í 800 metra hlaupi kvenna, hún hljóp á 2 mínútum, 17,81 sekúndum en Íslendingar áttu einnig keppanda í 800 metra hlaupi karla. Gauti Jóhannsson hljóp á 1 mínútu, 56,97 sekúndum og varð einnig í sjötta sæti.

* ANJA Ríkey Jakobsdóttir vann gullverðlaun í 200 metra baksundi í gær er hún synti á tímanum 2 mínútum, 24,05 sekúndum. Silfrið féll einnig í skaut Íslendinga en Jóhanna Gústafsdóttir var í öðru sæti á tímanum 2 mínútur, 29,65 sekúndur.

* SUNDKAPPINN Kjartan Hrafnkelsson náði silfri í 200 metra baksundi karla þegar hann synti á 2 mínútum, 16,50 sekúndum.

* ÓÐINN Björn Þorsteinsson , kringlukastari úr FH , kastaði kringlunni 51,23 metra og náði með því öðru sæti.

* JÓN Arnar Magnússon hafnaði í fjórða sæti í stangarstökki, hann felldi 4,70 metra þrisvar sinnum en sigurvegarinn, Stefanos Demosthenous fór yfir 5 metra.

* ÍSLENSKA kvennalandsliðið í körfuknattleik vann öruggan sigur á Andorra , 71:29, en staðan í hálfleik var 34:10. Birna Valgarðsdóttir var stigahæst með 18 stig og 7 fráköst en allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig.

* ÍRIS Anna Skúladóttir , sem keppir nú á sínum fyrstu smáþjóðaleikum, gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í stúlkna-, meyja- og ungkvennaflokki þegar hún sigraði í 5.000 metra hlaupi kvenna á tímanum 17 mínútum 55,39 sekúndum en Íris Anna er á sextánda ári.

* ÍSLENDINGAR unnu þrenn gull- og tvenn silfurverðlaun í júdó í gær. Þormóður Jónsson sigraði í yfir 100 kílóa flokki, Þorvaldur Blöndal keppti í undir 100 kílóa flokki og vann gull. Margrét Bjarnadóttir sigraði í undir 63 kílóa flokki en hún er fyrst íslenskra kvenna til að vinna gull í júdó á Smáþjóðaleikum. Gígja Guðbrandsdóttir vann svo til silfurverðlauna í undir 70 kílóa flokki.

* ÍSLENSKA karlalandsliðið í borðtennis tapaði einum leik en vann tvo í gærdag. Töpuðu fyrst fyrir Kýpur , unnu svo Möltu og Mónakó örugglega.