Hin gullfallega Glebova.
Hin gullfallega Glebova. — Reuters
NATALIE Glebova frá Kanada var í fyrrinótt krýnd Ungfrú alheimur eftir keppni sem fram fór í Bangkok í Taílandi. Talið er að um einn milljarður manna í 170 löndum hafi fylgst með beinni sjónvarpsútsendingu frá keppninni.

NATALIE Glebova frá Kanada var í fyrrinótt krýnd Ungfrú alheimur eftir keppni sem fram fór í Bangkok í Taílandi. Talið er að um einn milljarður manna í 170 löndum hafi fylgst með beinni sjónvarpsútsendingu frá keppninni. Áttatíu og ein stúlka tók þátt í keppninni, sem fór fram þegar komið var fram undir morgun í Taílandi til þess að hægt væri að senda hana út beint að kvöldi í Norður- og Suður-Ameríku.

Fórnarlamba flóðbylgjunnar í SA-Asíu annan í jólum í fyrra var minnst með stuttri þögn.

Glebova er 23 ára. Hún fæddist í Rússlandi en fluttist til Toronto þegar hún var 11 ára. Í öðru sæti í keppninni varð ungfrú Púertó Ríkó, Cynthia Olavarra, og í því þriðja Renata Sone frá Dóminíska lýðveldinu.