Á MORGUN, fimmtudaginn 2. júní, mun 9.U í Laugalækjarskóla sýna leikritið Villisvanirnir á dönsku. Leikritið er byggt á ævintýri eftir H. C. Andersen. Bekkurinn er á förum til Danmerkur með leikritið og mun sýna það á danskri grund.

Á MORGUN, fimmtudaginn 2. júní, mun 9.U í Laugalækjarskóla sýna leikritið Villisvanirnir á dönsku. Leikritið er byggt á ævintýri eftir H. C. Andersen. Bekkurinn er á förum til Danmerkur með leikritið og mun sýna það á danskri grund. Bekkurinn fékk 850 þúsund krónur í styrk frá Nordplus Junior.

Krakkarnir þýddu ævintýrið sjálf á dönsku og hafa æft stíft að undanförnu undir handleiðslu Guðfinnu Rúnarsdóttur, leikara.

Krakkarnir gefa út blaðið Lækurinn sem kemur út 2. júní og fjallar um ýmislegt í nærsamfélagi þeirra. Sýnt verður á morgun kl. 20 á sal Laugalækjarskóla. Miðar eru seldir við innganginn.