Frá Erni Ingólfssyni: "MIKIÐ þakka ég eigendum Europris fyrir þessi ódýru verkfæri sem þeir selja. Er búinn að kaupa töluvert hjá þeim alls konar verkfæri og notað mikið. Ekki hef ég ennþá verið svo óheppinn að verkfærin hafi bilað, en kannski kemur að því."

MIKIÐ þakka ég eigendum Europris fyrir þessi ódýru verkfæri sem þeir selja. Er búinn að kaupa töluvert hjá þeim alls konar verkfæri og notað mikið. Ekki hef ég ennþá verið svo óheppinn að verkfærin hafi bilað, en kannski kemur að því. Á mánudaginn síðasta fór manneskja á mínum vegum sem var að smíða sólpall fyrir okkur hjónin og athugaði með hitt og þetta. Ekki stóð á svörum hjá þeim sem öllu ræður, hann átti víst að hafa verið virkilega hjálpsamur. Svo kom nýjasta blaðið út hjá þeim og ég gat nú ekki annað en séð aumur á manneskjunni sem var að smíða sólpallinn og sendi beinustu leið út í Europris til að kaupa tilboð; loftpressa + naglabyssa + meira og hvað þá fór þetta að ganga. Þetta kostaði allt rúmar 16.000 krónur! Ég keypti 18 volta hleðsluborvél af ónefndri tegund með tveimur rafhlöðum stuttu eftir að Europris var opnuð og gengur sú borvél enn og á mikið eftir. Þessi blessaða borvél var að mig minnir á 4.999. Það dýrasta er kannski ekki alltaf best.

ÖRN INGÓLFSSON,

Granaskjóli 34, 107 Reykjavík.

Frá Erni Ingólfssyni: