Dr. Ólína Þorvarðardóttir er skólameistari Menntaskólans á Ísafirði en hún fæddist árið 1958. Hún lauk BA-prófi í íslenskum bókmenntum og heimspeki frá HÍ 1985, cand. mag.

Dr. Ólína Þorvarðardóttir er skólameistari Menntaskólans á Ísafirði en hún fæddist árið 1958. Hún lauk BA-prófi í íslenskum bókmenntum og heimspeki frá HÍ 1985, cand. mag.-prófi í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum 1992 og doktorsprófi í sömu fræðum frá heimspekideild HÍ 2000. Ólína var kennari í þjóðfræðum við félagsvísindadeild Háskóla Íslands 1992-2001, borgarfulltrúi og borgarráðsmaður í Reykjavík 1990-1994 og fréttamaður á RÚV 1986-90.

Dr. Ólína Þorvarðardóttir er skólameistari Menntaskólans á Ísafirði en hún fæddist árið 1958. Hún lauk BA-prófi í íslenskum bókmenntum og heimspeki frá HÍ 1985, cand. mag.-prófi í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum 1992 og doktorsprófi í sömu fræðum frá heimspekideild HÍ 2000. Ólína var kennari í þjóðfræðum við félagsvísindadeild Háskóla Íslands 1992-2001, borgarfulltrúi og borgarráðsmaður í Reykjavík 1990-1994 og fréttamaður á RÚV 1986-90.

Annað kvöld, fimmtudaginn 2. júní, verður haldinn stofnfundur félags fræðimanna á Vestfjörðum en að stofnuninni standa dr. Ólína Þorvarðardóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði og Anna Guðrún Edvardsdóttir deildarstjóri þróunardeildar Náttúrustofu Vestfjarða. "Þetta er hugmynd sem hefur verið í gerjun um nokkra hríð en komst á framkvæmdastig þegar við Anna Guðrún fórum að velta því fyrir okkur hverjir væru með æðri háskólamenntun hér á svæðinu. Kom þá í ljós að sá hópur er nokkuð stór. Við höfum einnig fundið fyrir vaxandi áhuga fræðimanna á að stunda kennslu- og rannsóknatengd störf hér á Vestfjörðum og því töldum við að nú væru orðnar til forsendur fyrir því að stofna hér samfélag fræðimanna sem myndu teljast hæfir til kennslu og rannsókna á háskólastigi." Ólína segir að vinnuheiti hópsins sé Vestfjarða-akademían en Ólína er ekki óvön því að koma að slíku þar sem hún var ein af stofnendum Reykjavíkurakademíunnar á sínum tíma. "Já, ég þekkti þetta ferli og hef, líkt og fleiri, lengi gælt við þá hugmynd að virkja vestfirska fræðimenn með svipuðum hætti og gert var í Reykjavíkurakademíunni."

Eigið þið von á mörgum á stofnfundinn?

"Það eru 30-40 einstaklingar sem hafa fengið boð um að mæta á stofnfundinn og allir hafa lýst vilja til að vera með. Þekkingarumhverfið er til staðar hér á svæðinu enda margar rannsóknarstofnanir hér sem hafa yfir að ráða starfsfólki með góða reynslu og menntun. Þar má nefna Náttúrustofu, Hafrannsóknastofnun, Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Snjóflóðasetur auk fleiri stofnana."

Hvert verður markmið akademíunnar?

"Markmið Vestfjarða-akademíunnar yrði að mynda stuðningsnet og virkja krafta þeirra sem hafa æðri háskólamenntun og geta látið gott af sér leiða með þátttöku í vísindaverkefnum, kennslu á háskólastigi eða eigin rannsóknum og fræðastörfum. Þetta er sjálfstæður, sjálfsprottinn félagsskapur og það er bjargföst trú okkar að með honum megi efla rannsóknir, háskólakennslu og fræðastörf hér á svæðinu til góðs fyrir þekkingarsamfélag okkar Vestfirðinga. Í raun er þetta félagsskapur þar sem fólk veit hvert af öðru og lýsir sig reiðubúið til samstarfs við aðra fræðimenn á ýmsum sviðum eftir þörfum og aðstæðum. Allir þeir sem hafa embættis-, meistara- eða doktorspróf eru velkomnir til liðs við félagið, hvort sem þeir hafa bréf í höndum eða ekki," sagði Ólína. Stofnfundur Vestfjarða-akademíunnar verður haldinn í fyrirlestrasal Menntaskólans á Ísafirði fimmtudaginn 2. júní nk. kl. 20.