Lúðrasveitir Tónlistarfólk á ýmsum aldri setti svip sinn á bæinn á Lúðrasveitamótinu um helgina.
Lúðrasveitir Tónlistarfólk á ýmsum aldri setti svip sinn á bæinn á Lúðrasveitamótinu um helgina. — Morgunblaðið/Kristján
LÚÐRASVEITARFÓLK blés lífi í menninguna á Akureyri um síðustu helgi en þá stóð Tónlistarskólinn á Akureyri, að frumkvæði Lúðrasveitar Akureyrar, fyrir Blásarasveitamóti í bænum.
LÚÐRASVEITARFÓLK blés lífi í menninguna á Akureyri um síðustu helgi en þá stóð Tónlistarskólinn á Akureyri, að frumkvæði Lúðrasveitar Akureyrar, fyrir Blásarasveitamóti í bænum. Um skemmtilega nýjung var að ræða í tónlistarlífi bæjarins, þar sem völdum hljómsveitum var boðin þátttaka. Gestahljómsveitir komu frá Dalvík, Blönduósi og S-Þingeyjarsýslu en sérstakir gestir helgarinnar voru meðlimir í Big Band hljómsveit FÍH. Á laugardaginn fóru hljómsveitirnar um bæinn og spiluðu á ákveðnum stöðum fyrir gesti og gangandi en um kvöldið voru haldnir tónleikar með Big band hljómsveit FÍH í Ketilhúsinu. Blásarasveitamótinu lauk svo á sunnudag með tónleikum í Brekkuskóla, þar sem allar hljómsveitirnar komu fram fyrir fullu húsi.