BANDARÍSKA endurskoðendafyrirtækið Arthur Andersen var í gær sýknað í hæstarétti Bandaríkjanna af kæru um að hafa eyðilagt gögn sem gátu veitt upplýsingar um bókhaldssvik orkufyrirtækisins Enron.
BANDARÍSKA endurskoðendafyrirtækið Arthur Andersen var í gær sýknað í hæstarétti Bandaríkjanna af kæru um að hafa eyðilagt gögn sem gátu veitt upplýsingar um bókhaldssvik orkufyrirtækisins Enron. Niðurstaða réttarins var sú að kviðdómur, sem sakfelldi Arthur Andersen í málinu, hefði ekki haft nægar upplýsingar til þess að dæma fyrirtækið. Þar með lýkur málarekstri sem hefur staðið yfir síðan árið 2002 en Enron varð gjaldþrota í desember 2001. Frá þessu er greint á vefsíðu Financial Times .