Nöfnur Stefán Guðmundsson við nýja bátinn ásamt dætrum sínum. Þær heita f.v. Aþena Lind sem báturinn er nefndur eftir, Sædís Helga og Sylvia Dís sem er í fangi föður síns.
Nöfnur Stefán Guðmundsson við nýja bátinn ásamt dætrum sínum. Þær heita f.v. Aþena Lind sem báturinn er nefndur eftir, Sædís Helga og Sylvia Dís sem er í fangi föður síns. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Nýr bátur, Aþena ÞH 505, kom til nýrrar heimahafnar á Húsavík á dögunum eftir siglingu frá Reykjavík. Aþena bætist þar með í flota húsvískra ferðaþjónustubáta en hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants gerir hann út ásamt eikarbátnum Faldi.

Nýr bátur, Aþena ÞH 505, kom til nýrrar heimahafnar á Húsavík á dögunum eftir siglingu frá Reykjavík. Aþena bætist þar með í flota húsvískra ferðaþjónustubáta en hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants gerir hann út ásamt eikarbátnum Faldi.

Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ætlunina að nota Aþenu í þær ferðir sem fyrirtækið býður upp á. Auk hvalaskoðunarferða eru það m.a. ferðir út í Flatey á Skjálfanda og í sjóstangveiði. Báturinn hefur leyfi fyrir 24 farþega um borð og hefur hann þegar verið tekinn í notkun.

Aþena ÞH sem nefnd er eftir dóttur Stefáns hét áður Sigurvon BA og var gerð út til fiskveiða frá Tálknafirði. Báturinn sem er af Cleopatragerð er smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2000, hann er 10 metra langur með 420 hestafla aðalvél sem gerir hann að hraðskreiðasta ferðaþjónustubátnum á Húsavík.