HAGNAÐUR Ryanair hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári. Ársuppgjör félagsins var birt í gær en bókhaldsári félagsins lauk 31. mars síðastliðinn.

HAGNAÐUR Ryanair hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári. Ársuppgjör félagsins var birt í gær en bókhaldsári félagsins lauk 31. mars síðastliðinn.

Hagnaður félagsins á tímabilinu nam tæplega 269 milljónum evra, sem samsvarar ríflega 21 milljarði króna , og jókst um 18,6% frá fyrra ári en þá nam hagnaður félagsins tæpum 227 milljónum evra, um 18 milljörðum króna.

Tekjur á tímabilinu voru rúmlega 1,3 milljarðar evra, 107 milljarðar króna, og jukust þær um 24,5% frá fyrra ári þegar þær voru tæplega 1,1 milljarður evra, 87 milljarðar króna.

Alls flugu um 27,6 milljónir farþega með Ryanair á tímabilinu og er það aukning um 19,5% frá fyrra ári en þá voru farþegar um 23,1 milljón.

Hátt olíuverð hefur ekki haft mikil áhrif á afkomu félagsins að því er fram kemur í frétt á vefmiðli Financial Times . Þar segir að sérfræðingar telji að skýringuna á því sé að finna í hægari vexti félagsins og hærri fargjöldum.