— Morgunblaðið/BFH
Mývatnssveit | Veiði hófst á urriðasvæði Laxár í Þingeyjarsýslu um helgina. Öll veiðisvæði eru löngu lofuð og veiðimenn voru komnir á bakka árinnar klukkan átta á mánudagsmorgun.

Mývatnssveit | Veiði hófst á urriðasvæði Laxár í Þingeyjarsýslu um helgina. Öll veiðisvæði eru löngu lofuð og veiðimenn voru komnir á bakka árinnar klukkan átta á mánudagsmorgun.

Um ellefuleytið var Stefán Jón Hafstein búinn að landa tveimur urriðum á veiðisvæðinu í Hofsstaðaey. Þessi er um fimm pund, feitur og fallegur. Eftir langvarandi norðannæðing og þráláta kuldatíð var veðrið í fyrradag eins og best verður á kosið. Á síðasta sumri veiddust um 4.500 urriðar í ánni á svæði því sem telst til Mývatnssveitar. Horfur virðast nú góðar fyrir sumarið.