CHRISTIAN Christiansen, danskur knattspyrnumaður, er á leið til Fylkismanna og leikur með þeim út þetta tímabil. Christiansen er 23 ára sóknarmaður og hefur spilað með úrvalsdeildarliðinu AaB frá Álaborg frá 18 ára aldri.
CHRISTIAN Christiansen, danskur knattspyrnumaður, er á leið til Fylkismanna og leikur með þeim út þetta tímabil. Christiansen er 23 ára sóknarmaður og hefur spilað með úrvalsdeildarliðinu AaB frá Álaborg frá 18 ára aldri. Hann var mjög atkvæðamikill tímabilið 2002-2003 og skoraði þá 6 mörk í 19 leikjum í úrvalsdeildinni, þar á meðal eina þrennu, en hefur misst mikið úr vegna meiðsla á undanförnum tveimur árum. Hann lék ekkert með liðinu á tímabilinu sem nú er að ljúka í Danmörku. Snemma í maí tilkynnti AaB að félagið myndi ekki endurnýja samninginn við Christiansen, sem átti að renna út í lok júní. Hann hefur skorað 7 mörk í 50 leikjum með aðalliði AaB.